Reglur nemendafélags Auðarskóla

Grein 1
Nemendafélag Auðarskóla er félag allra nemenda grunnskóladeildar skólans.                        Félagsstarf-Reglur-Pdf

Grein 2
Stjórnarkjör. Kosið er í stjórn nemendafélagsins að hausti fyrir 15. september. Kosnir eru leynilega sex fulltrúar; tveir nemendur úr 8. , 9. og 10. bekk grunnskóladeildar. Kosningarétt hafa þrír elstu árgangarnir. Stjórn skiptir með sér verkum og velur ritara, gjaldkera og tvo fulltrúa í skólaráð Auðarskóla. Stjórn nemendafélagsins skal starfa fram að kosningu næstu stjórnar og ljúka störfum á sameiginlegum fundi fráfarandi stjórnar og þeirrar sem tekur við. Þar fara stjórnirnar yfir það sem gert var síðastliðið skólaár og hvernig til tókst.

Grein 3
Formannskosning skal fara fram eigi síðar en viku eftir stjórnarkjör. Allir nemendur skólans í 8. – 10. bekk geta boðið sig fram í formannsembætti nemendafélagsins. Kosninarétt hafa þrír elstu árgangarnir. Þeir sem bjóða sig fram fá tækifæri til að kynna sig og stefnu sína á fundi á sal skólans í skólabyrjun. Leynileg kosning fer fram í kjölfar fundarins. Ef formaður er kosinn án þess að vera í nemendaráði skal hann koma inn í nemendaráð og starfa sem slíkur auk formannsstarfsins.

Grein 4
Stjórn fundar minnst hálfsmánaðarlega og skulu fundir bókaðir. Stjórn nemendafélagsins skal árlega standa fyrir eftirfarandi atburðum: Kaffihúsakvöldi, dansleik eldri nemenda, dansleik yngri nemenda, lokaferðalagi eldri nemenda og útgáfu skólablaðs. Einnig skal stjórnin leitast eftir að færa gleði og ánægju inn í skólalíf nemenda með ýmsum uppákomum og klúbbastarfssemi á skólaárinu. Á vordögum skal nemendafélagið sjá til þess að nemendur af miðstigi sjái um hreinsun skólalóða.

Grein 5
Stjórn nemendafélagsins ber ábyrgð á því að fram fari sem öflugast félagslíf innan skólans og vinnur að því með umsjónarmanni félagslífs, sem er tengiliður nemendafélagsins við stjórnendur og aðra starfsmenn skólans. Stjórnin fer með umsýslu nemendasjóðs ásamt umsjónarmanni.

Grein 6
Stjórn nemendafélagsins lætur sig varða allt það sem getur stuðlað að aukinni félagslegri þátttöku nemenda og kemur að því með virkum hætti þannig að koma megi því svo fyrir að nemendafélagið njóti góðs af. Nemendafélagið gerir einnig allt það sem það getur til að koma í veg fyrir að félagslíf nemenda skerðist á einn eða annan hátt. Stjórnin fylgist með og skráir árlega þátttöku nemenda á öllum uppákomum félagsins. Stjórnin hlustar eftir hugmyndum og gagnrýni félagsmanna.

Grein 7
Nemendafélagið skal reyna að virkja alla þá nemendur sem vilja taka þátt í einhverju sem stjórn félagsins getur staðið fyrir. Í þeim tilgangi skal stjórnin bjóða að hausti upp á starfsemi klúbba og ráða og standa fyrir kosningu formanna þeirra. Klúbba- og ráðastarfssemin er undir nemendaráði og er hægt að sækja um fjárstuðning til stjórnar félagsins.

Grein 8
Stjórn nemendafélagsins fundar árlega með skólaráði. Skólastjórnendur geta leitað eftir umsögn stjórnar um hegðun og umgengni í félagslífi á vegum nemendafélagsins.

Grein 9
Til að breyta starfsreglum þessum þarf samþykki meirihluta stjórnar nemendafélagsins og samþykki skólastjóra Auðarskóla. Skólastjóri getur eins og stjórn nemendafélagsins gert tillögur að breytingum, þær öðlast þó ekki gildi nema meirihluti stjórnar nemendafélagsins samþykki þær.

Helstu atburðir í félagslífi nemenda:

Kaffihúsakvöld á aðventu í Dalabúð
Jólaball samstarfsskólanna í Varmalandi
Dansleikur fyrir miðstig
Skólabúðir samstarfsskóla í 7. bekk á Reykjum
Skólabúðir samstarfsskóla í 9. bekk á Laugarvatni Miðstigsleikar í Borgarnesi
Árshátíð
Lyngbrekkuball samstarfsskóla
Lokaferðalag eldri nemenda (þriðja hvert ár er farið erlendis)
Bekkjarkvöld

Íþrótta- og tómstundabæklingur 2022-2023

Íþróttir og tómstundir – Haust 2021

Íþrótta- og tómstundastefna:

Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar 2020 – 2024