Samstarf

Viðburðir með foreldrum
Helstu viðburðir í grunnskólanum þar sem foreldrar mæta með börnum sínum, eru:

  • Skólasetning
  • Bekkjarkvöld
  • Kaffihúsakvöld
  • Danssýning
  • Árshátíð
  • Vordagur
  • Skólaslit

Dvalarheimilið Silfurtún
Auðarskóli er með samning við dvalarheimilið þar sem fram kemur hvernig samskiptum skuli háttað. Þar er kveðið á um að allar deildir skólans heimsæki heimilið reglulega. Dæmi um slíkt er að nemendur á miðstigi fara og spila félagsvist, nemendur grunnskólans í tónlistarnámi mæta til þess að spila og syngja fyrir eldriborgara. Þá heimsækir leikskólinn heimilið mánaðarlega.

Skógrækt í Búðardal
Auðarskóli hefur til umræða nokkurt svæði fyrir austan þorpið í Búðardal til þess að planta trjám. Það eru nemendur á miðstigi sem standa þar í gróðursetningu einu sinni á ári.

Heimsóknir til fyrirtækja og stofnana
Á vegum Auðarskóla er reglulega farið í heimsóknir út í nærsamfélagið. Einnig fær skólinn reglulega heimsóknir frá aðilum samfélagsins, sem koma og fræða um eitt og annað.

Stuðningur félagasamtaka
Félög í samfélagi Dalanna styrkja mjög reglulega hina ýmsu starfsemi skólans. Leik- grunn- og tónlistarskóli ásamt foreldrafélagi skólans hafa fengið góðar gjafir undanfarin ár. Dæmi um félög sem styrkja skólann eru: Kvenfélagið Fjólan, Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir, Lionsklúbburinn í Búðardal og Félag Sauðfjárbænda.

Samskipti við aðra skóla

Samstarfsskólar Vesturlands
Auðarskóli er þátttakandi í samstarfi eftirfarandi skóla: Grunnskóli Borgarfjarðar, Grunnskólinn Borgarnesi, Laugargerðisskóli, Heiðaskóli og Reykhólaskóli. Skólarnir skipuleggja saman viðburði eins og Stóru upplestrarkeppnina, Lyngbrekkuball, skólabúðir á Reykjum og á Laugum ásamt fleirum viðburðum.

Menntaskóli Borgarfjarðar
Auðarskóli á samstarf við menntaskólann í gegnum framhaldsdeild skólans í Búðardal. Nemendur í Auðarskóla sem hafa lokið námi í einstaka námsgrein geta stundað nám í framhaldsdeildinni jafnhliða því að vera í grunnskóla.

Auðarskóli, Reykhólaskóli, Grunn- og leikskólinn á Hólmavík og Grunnskólinn á Drangsnesi
Aukið samstarf hefur verið á milli þessar skóla frá 2016. Endurmenntunardagar að hausti og reglulegir fundir skólastjórnenda.