Námsvísar

Í Auðarskóla vinna kennarar saman einn stóran námsvísi fyrir allan skólann – þar er gerð grein fyrir þeim aðferðum sem skólinn hefur valið til þess að útfæra þær áherslur sem birtast í Aðalnámskrá. Stefna skólans er að um fjölga verkefnum og tímum í stundatöflu með heildstæðum samþættum verkefnum sem sameina eitthvað úr öllum námsgreinum sem nemendur eiga að fást við samkvæmt Aðalnámskrá.

Skólaárið skiptist  í sex þemaverkefni sem falla beint undir grunnþætti menntunnar. Í námsvísi er efst nafn hvers þema og þess grunnþáttar sem unnið er með, síðan hvert þemað er og hvaða námsgreinar er lögð áhersla á, kennsluaðferðir, helstu viðfangsefni, námsmat, lokaskil og svo framvegis. Mikilvægt er að hafa í huga að námsvísirinn okkar er lifandi skjal og verkefni ekki alveg fullmótuð þó svo að búið sé að ákveða þemað.

Námsvísirinn fyrir skólaárið 2023-2024 má sjá hér

https://docs.google.com/document/d/1R2fI64BIu3mtklG3wMDjeKKBbaOOmx8wpAfcGVTvqsE/edit