Reglur við mikla undirmönnun

 1. Undirmönnun telst þegar barnafjöldi á leikskólakennara á hvern starfsmann fer yfir 8 barngildi. Hversu alvarleg undirmönnunin ræðst m.a. af hversu mikil hún er og hversu langan tíma er unnið á lágmarksfjölda starfsmanna. Fari undirmönnun yfir 8 barngildi eða sé viðvarandi í 8 barngildum í tvo daga í röð þarf að grípa til aðgerða.
 2. Komi til undirmönnunar vegna óviðráðanlegra aðstæðna s.s. mikil forföll starfsfólks vegna veðurs, veikinda eða af annarri ástæðu, þá reyna stjórnendur (skólastjóri, aðstoðarleikskólastjóri og deildarstjóri) allar leiðir til að halda starfsemi leikskólans gangandi með aðgerðum sem listaðar eru í verklagsreglunum.
 3. Ávallt skal skoða hlutfall starfsmanna og þeirra barna sem mætt eru í skólann hverju sinni áður en metið sé hvort einfalda þurfi starfsemi skólans eða dvalartíma barna. Stjórnendur leikskólans leggja til með hvaða hætti skerðingin og einföldunin verði.
 4. Við einföldun á starfssemi skal litið til eftirfarandi þátta:
  1. Frestun á undirbúningi stjórnenda.
  2. Frestun á mannfrekari starfssemi eins og þemavinnu, heimsóknum og fl.
  3. Frestun á stuðningsúrræðum.
  4. Frjáls leikur aukinn.
  5. Útivera aukin.
  6. Elstu börnin í leikskóla verði með 6 ára nemendum grunnskóla í lengir eða skemmri tíma.
  7. Notkun á myndefni á skjá leyfð. (Vídeo).
  8. Starfsfólk og afleysingarfólk vinnur án aðgreinandi deildarskiptingar.
 5. Þurfi að skerða dvalartíma barna skal litið til eftirfarandi þátta:
  1. Reynt skal að tilkynna foreldrum um skerðingu með eins löngum fyrirvara og kostur er. Þá skal reynt að gefa foreldrum aðvörun ef líkur eru á neyðarástandi, en leikskólinn áskilur sér þann rétt að grípa til fyrirvaralausrar skerðingar vegna óviðráðanlegarar undirmönnunar.
  2. Reynt að dreifa skerðingunni eins og kostur er. Tryggt sé að öll börn verði fyrir skerðingu einu sinni áður en skerðing kemur til framkvæmda öðru sinni.
  3. Komi til skerðingar skulu systkini vera heima á sama tíma.
  4. Til að koma í veg fyrir frekari skerðingu á þjónustu leikskóla Auðarskóla, skulu börn starfsmanna ekki send heim.
  5. Skerðing getur verið fólgin í því að börn séu heima, ýmist hluta úr degi (sótt fyrr eða koma seinna) eða allan daginn.
  6. Þurfi að grípa til skerðingar á dvalartíma verði dagvistunargjald fyrir þá daga endurgreitt.

Reglur við mikla undirmönnun-Leikskóli Auðarskóla-Pdf