Gæsla og útivist

Höfum í huga

Það er mikilvægt að nemendur komi alltaf í skólann klæddir eftir veðri og að öll föt séu vel merkt.

Gæsla til skólaloka

Gæsla til skólaloka er úrræði fyrir nemendur sem eru með færri vikustundir en 37 á viku og þurfa að bíða eftir skólabíl eftir að tímasókn þeirra lýkur.
Gæslan, sem er gjaldfrjáls, er fyrir öll börn í 1.-4. bekk á skólasvæði Auðarskóla og einnig fyrir börn í 5. – 7. bekk sem eru í skólaakstri.
Börn á miðstigi, sem búa í Búðardal fara heim þegar tímasókn þeirra líkur.
Um er að ræða gæslu í allt frá 280 mínútum á viku hjá yngsta stigi niður í 40 mínútur hjá miðstigi.

Að öllu jöfnu fer gæslan fram úti við á lóð skólans.
Þegar veður er slæmt eða það er mikil rigning er gæslan innan dyra.
Skólaliðar, starfsmenn í stuðningi og kennarar grunnskólans annast gæsluna eftir þörfum.

Afar mikilvægt að láta skólann vita ef nemandi er ekki í gæslu tiltekna daga.

Starfstími gæslunnar miðast við nemendadaga og því er lokað í fríum.