Öll börn eiga rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa þegar á þarf að halda. Það getur verið flókið að fá aðstoð við hæfi og vita hvert eigi að leita eftir henni. Farsældarlögin eiga að tryggja að börn og foreldrar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.
Lesa má nánar um farsæld barna inná farsaeld.is
Góð samvinna milli heimilis og skóla getur skipt sköpum í farsæld barns, settu þig í samband við umsjónakennara barns þíns og tengilið skólans í farsældarmálum til að kanna hvort mál þess eigi heima í samþættri þjónustu.