Móttaka nemenda

Móttökuáætlun nýrra nemenda                                     Móttaka nýrra nemenda-Auðarskóli-pdf

Almennt um nýja nemendur
Nemendur eru skráðir í skólann af skólastjóra og ritara og tilkynning er birt starfsfólki í kjölfarið. Í kjölfarið er nýjum nemanda ásamt foreldrum boðuð í heimsókn og í móttökusamtal og það venjulega utan kennslutíma. Í heimsókninni er skólinn kynntur og nauðsynlegar upplýsingar afhentar samkvæmt gátlista. Umsjónarkennari ræðir í framhaldinu, ef tök eru á, um komu nýja nemandans við bekkinn sinn og undirbýr komu hans.
Umsjónarkennari sér um að sérgreinakennarar fái nauðsynlegar upplýsingar um nýja nemandann áður en hann mætir hjá þeim í tíma. Foreldrar barna í bekknum fá einnig upplýsingar um nýjan nemanda í gegnum Mentor.
Þegar nemandi flytur burt er þess gætt að sérgreinakennarar og aðrir starfsmenn viti af því og geti kvatt hann og skal umsjónarkennari tilkynna brottför nemandans í tölvupósti til starfsfólks.

Nemendur með annað móðurmál en íslensku
Þegar nemandi erlendis frá hefur nám við skólann er boðað til móttökusamtals. Skólastjórnandi og sérkennari sitja samtalið ásamt túlki ef þurfa þykir. Nemendur sem eru af erlendu bergi brotnir fá sambærilegar móttökur auk þess sem sérkennari hittir þá daglega fyrstu dagana og kannar stöðu þeirra.
Allir nemendur sem hafa íslensku ekki sem fyrsta mál eiga rétt á sérstakri kennslu í íslensku. Kennslan fer fram sem einstaklings- eða hópkennsla. Aðaláhersla er á íslenskunám, en einnig á félagslega aðlögun nemendanna. Tilgangurinn með kennslunni er að styrkja nemendur, með annað móðurmál en íslensku eða þá sem lengi hafa dvalið erlendis, til þátttöku í íslensku skólastarfi. Nemendur fá þjálfun í íslensku máli og tækifæri til að þróa þekkingargrunn sinn og læsi.
Markmiðið með kennslunni er að nemendur verði færir um að skilja og nota íslenskt mál og geti þannig tjáð skoðanir sínar, hugmyndir og tilfinningar. Tilgangurinn er einnig að efla sjálfstraust og öryggi þessara nemenda og um leið að auka vellíðan þeirra og áhuga.Í kennslunni eru nemendur einnig hvattir til að viðhalda kunnáttu í móðurmáli sínu og að halda tengslum við föðurlandið.
Sérkennari og umsjónarkennari bera sameiginlega ábyrgð á því að nemandinn sé ávallt að vinna með námsefni sem hæfir getu hans og skilningi á íslenskri tungu. Fundur með foreldrum, umsjónarkennara, sérkennara, skóla¬stjórnanda og túlki er haldinn eins fljótt og auðið er og eins oft og þurfa þykir.

Nemendur með sérþarfir
Nemendur með sérþarfir fá sambærilegar móttökur auk þess boðar sérkennari til fundar með foreldrum/forráðamönnum nemandans og umsjónarkennara þar sem skipst er á upplýsingum. Við sérstakar ástæður situr skólastjóri einnig fundinn. Í framhaldi af fundinum gerir sérkennari og umsjónarkennari áætlun um fyrirkomulag kennslu, samskipta og annarrar umönnunar nemandans í samráði við foreldra. Leitað er samráðs við sérfræðinga utan skólans eftir þörfum.

Nýir nemendur í 1. bekk sem koma beint úr leikskóla Auðarskóla þurfa ekki sérstaka móttöku, þar sem aðlögun þeirra hefur farið fram árið áður í samvinnu leik- og grunnskóla.

Gátlisti kennara við móttöku
Yfirferð um skólann
( ) Heimastofa sýnd.
( ) List – og verkgreinastofur sýndar.
( ) Heilsað upp á skólastjóra.
( ) Leiksvæði sýnt.
( ) Stoppsvæði skólabíla sýnt.
( ) Mötuneyti í Dalabúð sýnt.
( ) Bent á staðsetningu tónlistarskóla.

Almennar munnlegar upplýsingar
( ) Upplýsingar um skólagerð; samrekinn skóli í dreifbýli með
skólaakstur, nemendafjöldi og fl.
( ) Skólatími; upphaf og endir skóladags, matartími, ásamt frímínútum.
( ) Upplýsingar um áherslu á leiðsagnarmat og þátttöku nemenda í
áætlunum um nám sitt.
( ) Upplýsingar um mötuneyti.
( ) Upplýsingar um íþróttakennslu á Laugum.
( ) Upplýsingar um gæslu yngri barna eftir að stundaskrá lýkur og fram
að skólaakstri.
( ) Upplýsingar um sérfræðiþjónustu skólans.
( ) Upplýsingar um heilsugæslu.
( ) Upplýsingar um nemendafélagið og félagsstarf skólans.
( ) Ábending á stefnur, upplýsingar og fréttir á vefsvæði skólans.

Skriflegar upplýsingar sem skal afhenda
( ) Stundatafla
( ) Skóladagatal
( ) Sýn skólans
( ) Skólareglur skólans
( ) Umsóknarblað um tónlistarnám (ef viðkomandi hefur áhuga á slíku)

Spurningar sem spyrja þarf ef foreldrar upplýsa ekki af fyrra bragði
( ) Fylgja nemandanum einhverjar greiningar og ef svo er hvernig
berast skólanum gögn ?
( ) Hefur nemandinn orðið fyrir einelti eða áföllum sem foreldrar telja
rétt að skýra frá ?
( ) Eru einhver sjúkdómseinkenni sem geta komið upp í skólanum;
ofnæmi, mígreni og fl.
( ) Eru einhverjir langvinir hættulegir sjúkdómar sem krefjast vöktunar
í skóla eins og bráðaofnæmi, flogaveiki, sykursýki og fl.