Móttökuáætlun nýrra nemenda Mótttökuáætlun nýrra nemenda-uppfært sept 2024
Auðarskóli leggur ríka áherslu á að taka vel á móti nýjum nemendum !
Almennt um nýja nemendur:
Nemendur eru skráðir í skólann af skólastjóra og ritara og tilkynning er birt starfsfólki í kjölfarið. Í kjölfarið er nýjum nemanda ásamt foreldrum boðuð í heimsókn og í móttökusamtal og það venjulega utan kennslu. Í heimsókninni er skólinn kynntur og nauðsynlegar upplýsingar afhentar samkvæmt gátlista. Umsjónarkennari ræðir í framhaldinu, ef tök eru á, um komu nýja nemandans við bekkinn sinn og undirbýr komu hans. Umsjónarkennari sér um að sérgreinakennarar fái nauðsynlegar upplýsingar um nýja nemandann áður en hann mætir hjá þeim í tíma. Foreldrar barna í bekknum fá einnig upplýsingar um nýjan nemanda í gegnum Mentor. Þegar nemandi flytur burt er þess gætt að sérgreinakennarar og aðrir starfsmenn viti af því og geti kvatt hann og skal umsjónarkennari tilkynna brottför nemandans í tölvupósti til starfsfólks. Nýir nemendur í 1. bekk sem koma beint úr leikskóla Auðarskóla þurfa ekki sérstaka móttöku, þar sem aðlögun þeirra hefur farið fram árið áður í samvinnu leik– og grunnskóla.
Sjá nánari útlistun á mótttöku nýrra nemenda í pdf skjalinu hér að ofan