Gjaldskrá og gjöld

Gjaldskrá tónlistarskólans

Gjaldskránna má nálgast hér: Gjaldskrá Auðarskóla 2022

Hljóðfæraleiga

Nemendur í tónlistarnámi geta fengið leigð hljóðfæri hjá skólanum. Leigan er 6.536 kr. – á önn. Skrifað er undir leigusamning þegar hljóðfæri er tekið á leigu. Ætlast er til að nemendur skili hljóðfærum yfir sumartímann.

Námsefni

Námsbækur sem nemendur þurfa að nota í hljóðfæranámi sínu þurfa foreldrar að greiða. Einnig þurfa foreldrar að greiða fyrir námsefni sem notað er í tónfræðináminu.

Umsókn um tónlistarnám

Innritun í tónlistardeildina fer fram að vori fyrir hvert skólaár. Fyrir skólaárið 2022-2023 og vonandi til frambúðar voru umsóknir um tónlistarnám í Auðarskóla rafrænar. Mikilvægt er að senda inn umsóknir eins fljótt og auðið er ef þess er kostur. Nemendur þurfa að vera fullgildir nemendur í Auðarskóla og farið verður eftir verklagsreglum tónlistarskólans þegar úthluta á nemendum tímum í tónlistarnámi.