Gestanemendur

Reglur-Gestanemendur-Grunnskóli Auðarskóla-Pdf

Reglur Auðarskóla um gestanemendur

Gestanemendur

Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda varðandi gestanemendur við grunnskóla Auðarskóla:

  • Mikilvægt er að óska eftir leyfi fyrir gestanemendur í grunnskóla Auðarskóla.
  • Sótt er um leyfi til umsjónarkennara og skólastjóra. Skólastjóri ræðir við umsjónarkennara og aðra kennara sem koma til með að kenna nemanda og gefur svar til umsækjenda að því loknu.
  • Sækja skal um leyfi með viku fyrirvara.
  • Gestir geta einungis komið einu sinni á önn. Annarskipti í kringum 20. janúar.
  • Gestir geta einungis dvalið í skólanum 1 dag á önn.
  • Gestir greiða fyrir máltíðir og þurfa að greiða 1000 kr.
  • Gesturinn fylgir jafnaldra í kennslustundir og verður að koma með eigið námsefni eða viðfangsefni við hæfi og íþróttaföt eða sundföt fyrir íþróttatíma.
  • Forsendur heimsóknar eru að hegðun nemandans valdi ekki truflun í bekknum.
  • Gestanemandi fylgir skólareglum.
  • Sérstakar ástæður þurfa að vera fyrir beiðni um lengri námsdvöl og þarf að sækja um hana til sveitarfélagsins v/kostnaðarþátttöku lögheimilissveitarfélags.

 

Stundum eru aðstæður í skólastarfi þannig að það er erfitt að taka á móti gestanemendum og því er það í höndum skólastjóra að meta hverja umsókn eftir aðstæðum. Helstu reglur sem gilda um gestanemendur eru að þeir taki þátt í skólastarfinu og fari eftir skólareglum. Forráðamenn gestanemenda verða að fylla út eyðublað ef þeir óska eftir að gestanemandi nýti þjónustu skólans sem og dvöl í Kátadal eða mötuneyti og upplýsa um hver greiðir fyrir þá þjónustu. Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu skólans: audarskoli.is/Skólinn/Eyðublöð.

 

Auðarskóli 27. apríl 2023
Herdís Erna Gunnarsdóttir
skólastjóri Auðarskóla