Nemendaráð fyrir skólaárið var kosið í síðustu viku og formannskjörið var haldið í dag 3. sept
Nemendaráð er skipað svohljóðandi:
- Alexandra Agla – Formaður
- Þórarinn Páll
- Daldís Ronja
- Guðmundur Sören
- Aðalheiður Rós
- Lauga Björg
Varamenn eru
- Jón Leví
- Viktor
- Ísabella
- Telma
- Bryndís
- Kristján
Hér má sjá framboðsræðu Alexöndru
Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram sem formann er að ég er tilbúin að taka á þeim verkefnum sem fylgja. Ég er tilbúin að berjast fyrir nemendur í þessum skóla, fyrir þeim verkefnum sem nemendur vilja að ég berjist fyrir. Ég lofa að vera opin fyrir hugmyndum í nemendaráðinu og gera eitthvað nýtt. Ef ég verð formaður þýðir það ekki að ég “ráði“, það eru allir með sínar skoðanir og ég mun virða þær. Ég er góð fyrir þessari stöðu. Ég hef verið í nemendaráði öll árin mín hér á elsta stigi og hef séð fyrri formenn og þeirra vinnubrögð. Ég er líka í skólaráði, ungmennaráði vesturlands og var varaformaður nemendaráðsins seinasta skólaárs. Þannig ég er viðbúin að gera mitt besta fyrir ykkur. Ég ætla ekki að láta ykkur sofna og tala í allan dag þannig ég vona að þið kjósið mig sem ykkar formann. ÞIÐ ERUÐ ÆÐI.
Óskum nemendaráði til hamingju og þau taka strax til starfa.