Alþjóðadagur læsis 8. september

Auðarskóli Fréttir

Alþjóðadagur læsis er 8. september. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Læsi hefur verið skilgreint sem: Lestur – Hlustun – Tal – Ritun. Við í Auðarskóla hvetjum alla Dalamenn til að efla læsi hjá sér og/eða sínum börnum. Það má gera til dæmis með því að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða nota …

Morgunstund í Auðarskóla

Auðarskóli Fréttir

Á skólaárinu 2024-2025 verður lögð meiri áhersla á samskipti, samlegð og samvinnu milli nemenda í skólanum. Ein leið til þess er sameinginleg morgunstund á öllum stigum í fyrstu kennslustund dagsins mánudag- fimmtudag. Nemendum er skipt í tólf hópa þvert á stigin. Allir hafa hlutverk í sínum hópi. Verkefnin sem hóparnir leysa geta verið mismunandi milli vikna en á meðan veðrið …

Kosið í nemendaráð fyrir skólaárið 2024-2025

Auðarskóli Fréttir

Nemendaráð fyrir skólaárið var kosið í síðustu viku og formannskjörið var haldið í dag 3. sept Nemendaráð er skipað svohljóðandi: Alexandra Agla – Formaður Þórarinn Páll  Daldís Ronja Guðmundur Sören Aðalheiður Rós Lauga Björg  Varamenn eru Jón Leví Viktor Ísabella Telma Bryndís Kristján Hér má sjá framboðsræðu Alexöndru Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram sem formann er að ég …

Vorhátíð grunnskólans

Auðarskóli Fréttir

Vorhátíð grunnskólans fór fram þann 3. júní með pomp og prakt. Veðurguðirnir buðu uppá hressandi norðanátt og 5 stiga hita en nemendur létu það ekki á sig fá og var gríðarlega gaman.  Vítaspyrnukeppni milli 10.bekkjar og starfsmanna er fastur liður á vorhátið og eins og vera ber halda starfsmenn skólans áfram að vera ósigrandi, þrátt fyrir harða keppni frá 10. …

Bátasmíði í vali á unglingastigi

Auðarskóli Fréttir

Í valtímum á unglingastigi var Ólöf Halla með bátasmíðaval. Nemendur smíðuðu bát úr ýmiskonar efnivið. Þrír hópar settu saman þrjá mismunandi báta og síðan í fimmtudaginn 30. maí var sett af stað smá“báta“ keppni nemendur mið- 0g yngsta stigs fengu að horfa á og hvetja nemendur áfram. Gleði og gaman í flæðaboðinu í fjörunni okkar hér í Búðardal.    

Menntastefna Dalabyggðar samþykkt og birt

Auðarskóli Fréttir

Menntastefna Dalabyggðar til ársins 2029 hefur verið samþykkt og er nú birt á heimasíðu Auðarskóla og sveitarfélagsins. Stefnan er afrakstur samstarfs fræðslunefndar, skólasamfélagsins, íbúa og skólaráðgjafar Ásgarðs ehf. Með stefnunni er lagður grunnur að framsæknu og eftirsóknarverðu skóla- og tómstundastarfi þar sem forgangsmál er að byggja upp gott og heilbrigt náms- og starfsumhverfi fyrir öll börn og nemendur Dalabyggðar. Menntastefnunni …

Vortónleikar tónlistarskólans-Myndir

Auðarskóli Fréttir

Vortónleikar tónlistarskólans fóru fram mánudaginn 27. maí í Dalabúð. Nemendur stóðu sig frábærlega og mættu til leiks með hámarks einbeitingu. Vel gert öll sem eitt og takk fyrir góða stund í Dalabúð. Kærar þakkir fyrir veturinn og gleðilegt sumar. Sjáumst hress og kát í haust. Skólastjóri og tónlistarkennarar

Mathöll miðstigs- myndir og frétt

Auðarskóli Fréttir

Föstudaginn 17. maí bauð miðstig uppá sína mathöll Öllum nemendum og starfsmönnum skólans, leik og grunn var boðið. Mikill vinna hefur farið í undirbúning fyrir þennan dag síðastliðnar vikur og var mjög gaman að sjá afraksturinn. Til hamingju með þetta miðstig og takk fyrir okkur.  

Matarframleiðsluþema í skólanum

Auðarskóli Fréttir

Síðasta þemað okkar í vetur snýst að matarframleiðslu og hvernig maður framreiðir mat til neyslu fyrir aðra. Yngsta stig verður með veitngastað 15. maí kl 12:30 fyrir foreldra sína. Miðstig verður með mathöll 17. maí kl 10:30 fyrir nemendur leik- og grunnskólann ásamt starfsfólki Elstastig verður með matarvagna á vorhátíðinni 3. júní kl 11:30-12:30. Fyrir alla nemendur grunnskólans, starfsfólk og …

Styttist í Lyngbrekkuball

Auðarskóli Fréttir

Auðarskóli sér að þessu sinni um Lyngbrekkuballið sem er ball samstarfsskólanna á Vesturlandi, ballið er oftast mjög vel sótt af nemendum og mikil eftirvænting eftir þessari samveru og skemmtun. Ballið er fyrir nemendur 8.-10. bekkjar grunnskólanna. Nemendur Auðarskóla sjá um að skipuleggja ballið með aðstoð umsjónarkennara. Þemað í ár verður Hawaii og DJ ICECREAM mun halda uppi stuðinu frá 19:30- …