Nemendur í 1.-5. bekk voru í dag með smá forskot á söngvakeppnina. Hlustuðu og sungu öll lögin sem komin eru áfram í lokakvöldið sem fer fram annað kvöld. Að lokum fengu allir eitt atkvæði og máttu kjósa það lag sem þeim hugnaðist best. Hér sköpuðust miklar umræður og tilvalið tækifæri til að ræða um mismunandi skoðanir fólks, við erum ekki …
Stærðfræðikeppni Vesturlands
Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi var haldin föstudaginn 14. febrúar 2025 í FVA kl. 14.00. Auk grunnskólanna á Vesturlandi er Grunnskólanum á Hólmavík og Klébergsskóla á Kjalarnesi boðin þátttaka. Keppnin nú er sú tuttugasta og fimmta sem FVA stendur fyrir. Einn keppandi skráði sig til leiks frá Auðarskóla, Jón Leví Dalkvist. Alls tóku 137 nemendur þátt og að sögn keppnishaldara var …
Örsýning í samstarfi við Tröllaklett – Víkingabúningar og skart!
Upp er komin ný örsýning á bókasafninu. Um er að ræða víkingabúninga og skart, allt hannað, saumað og búið til af nemendum Tröllakletts. Aðstoðarmanneskja Anna S.Kotschew. Við hvetjum íbúa nú sem fyrr til að kíkja.
Námsvaka elsta stigs
Í sólarhring frá kl. 12:10 þann 20.2 til kl. 12:10 21.2 þreyttu nemendur elsta stigs námsvökuna. Námsvakan er fastur liður í fjáröflun stigsins fyrir Danmerkurferðinni sem farin verður í vor. Nemendum var skipt í tvo hópa rauðan og bláan og skiptust hóparnir á að vera inní kennslustofu og læra annarsvegar og hinsvegar að vera í pásu eða hvíld. Mikil stemming …
Kærleiksboltinn rúllar um Auðarskóla
Nemendur í 1.-4. bekk hafa unnið saman kærleiksverkefni þar sem hver og einn nemandi býr til bolta sem hægt er að opna og inní honum eru jákvæð skilaboð okkar hinna í Auðarskóla og minna okkur á kraftinn í kærleikanum.
Jólamyndasamkeppni
Jólamyndasamkeppni er fastur liður í aðdraganda jólanna í Auðarskóla. Nemendur teikna jólamynd á A4 blað, myndin skal vera teiknuð fríhendis og eru jólin viðfangsefni þátttakenda. Þriggja manna dómnefnd fer yfir myndirnar og velur eina mynd af hverju stigi sem sigurvegara. Dæmt er út frá framkvæmd, hugmyndaflugi, sköpun og jólaanda myndarinnar. Dómnefndin í ár er skipuð Bjarka sveitastjóra, Maríu Hrönn myndmenntakennara …
Líflegt skólastarf
Líflegt skólastarf og skapandi samvera í Auðarskóla Haustið hefur verið viðburðaríkt hjá nemendum Auðarskóla, sem hafa tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum af krafti. Nýverið var haldið kaffihúsakvöld sem tókst einstaklega vel. Þar skipulögðu nemendur atriði, bökuðu kökur, sinntu tæknimálum og miðasölu, auk þess að gleðja gesti með skemmtiatriðum og happdrætti. Skólinn þakkar samfélaginu fyrir frábæran stuðning. Danssýning nemenda 29. nóvember …
Syndum fyrir hreinu vatni
Í nóvember tóku nemendur Auðarskóla þátt í verkefninu „Syndum fyrir hreinu vatni“ á vegum ÍSÍ. Nemendur nýttu um 10-20 mín í öllum sundtímum mánaðarins til að safna sundferðum. Sá tími var jafnframt nýttur til að miðla fróðleik um vatnið okkar og hvað börn og ungmenni í Afríku hafa mörg hver lítinn aðgang að vatni. Nemendur Auðarskóla stóðu sig með prýði …
Nemendaþing í Auðarskóla
Þann 25. nóvember og 27.nóvember var haldið nemendaþing í Auðarskóla með öllum nemendum í 4.-10. bekk. Nemendum var skipt í 5-6 manna hópa þvert á aldur og lagðar fyrir spurningar sem snérust um almenna líðan og samskipti í skólanum. Hvernig þau meta samskiptin og hvaða leiðir þau vilja fara til að bæta þau. Þau svöruðu einnig spurningum sem kemur að …