Nemendur í 1.-5. bekk voru í dag með smá forskot á söngvakeppnina. Hlustuðu og sungu öll lögin sem komin eru áfram í lokakvöldið sem fer fram annað kvöld.
Að lokum fengu allir eitt atkvæði og máttu kjósa það lag sem þeim hugnaðist best. Hér sköpuðust miklar umræður og tilvalið tækifæri til að ræða um mismunandi skoðanir fólks, við erum ekki öll sammála og þurfum ekki að vera það en við eigum að virða skoðanir annarra og allir eiga rétt á að hafa sína skoðun.