Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi var haldin föstudaginn 14. febrúar 2025 í FVA kl. 14.00.
Auk grunnskólanna á Vesturlandi er Grunnskólanum á Hólmavík og Klébergsskóla á Kjalarnesi boðin þátttaka. Keppnin nú er sú
tuttugasta og fimmta sem FVA stendur fyrir. Einn keppandi skráði sig til leiks frá Auðarskóla, Jón Leví Dalkvist. Alls tóku 137 nemendur þátt og að sögn keppnishaldara var gaman að sjá svo marga spreyta sig á stærðfræðinni.
Jón Leví varð einn af efstu 10 og fær boðsbréf á verðlaunaafhendinguna sem fer fram 1. mars. Þar kemur í ljós hverjir eru í fyrstu sætunum en eins og fyrr fá efstu 3 sætin peningaverðlaun í boði Norðuráls og allir fá viðurkenningu.
Við óskum Jóni Leví innilega til hamingju með árangurinn og við býðum spennt að sjá lokaniðurstöðu á sætaröðun.