Forvarnir

                                                                                                                                   Forvarnir-pdf

Grunnforsenda alls forvarnarstarfs er að efla, þroska og styrkja nemendur í öllu skólastarfi og hafa velferð nemenda ávallt að leiðarljósi. Einstaklingar sem þekkja mátt sinn og hafa jákvæða sterka sjálfsmynd eru líklegri til að velja heilbrigðan vímuefnalausan lífsstíl.

Í þessu tilliti leggur Auðarskóli m.a. áherslu á eftirfarandi leiðir:

  • Að hafa með jákvæðum og lýðræðislegum skólabrag jákvæð áhrif á viðhorf, t.d. til heilbrigðs lífernis og jákvæðra gilda lífsins.
  • Að skipuleggja árlega sérstaka fræðslu með foreldrafélagi Auðarskóla fyrir foreldra og nemendur.
  • Að nýta lífsleiknikennslu með markvissum hætti til að stuðla að heilbrigðum lífsstíl.
  • Að halda uppi öflugu félagsstarfi þar sem nemendur þjálfast í að skemmta sér og öðrum án vímuefna.
  • Að starfsfólk skólans sé nemendum jákvæð fyrirmynd og sé vel upplýst um hlutverk sitt og ábyrgð.
  • Að vera í góðri samvinnu við aðra aðila sem koma að málefnum barna og unglinga í sveitarfélaginu, t.d. félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, skáta og íþróttafélög.
  • Að nota rannsóknarniðurstöður í forvarnarstörfum.

Ef aðilar skólastarfsins; nemendur, foreldrar og starfsmenn, verða varir við neyslu einhvers eða einhverra, þá standa þeir saman um að láta viðeigandi aðila vita.

 

Hlutverk forvarnarteymis má lesa hér að neðan

forvarnateymi_grunnskola_1pr