Leikskóli

Leikskólinn er til húsa við Miðbraut í Búðardal. Í leikskólanum er pláss fyrir um 40 börn samtímis.

Lágmarksvistun eru fjórir tímar á dag og þá minnst tvo daga vikunnar.
Klukkan 9.00 hefst dagskrá á leikskólanum og ekki gott að nemendur komi seinna en það í vistun.
Ekki er hægt að skrá vistun á hálfum tímum né korterum nema á náðarkorterum, sem hægt er að kaupa í upphafi og við lok vinnudags.
Leikskólinn er opinn til kl.16:30.