Nemendur Tröllakletts hafa undanfarnar vikur verið að vinna með þemað haustið. Málað myndir, farið í vettvangsferðir og skoðað náttúruna í haustlitunum. Réttir og sveitastörf hafa einnig litað umræðurnar hjá krökkunum og ljóst er að mikil spenna fylgir haustverkunum á sveitabæjum okkar samfélags og börnin fá að taka þátt og fylgast með. Á einni mynd hér að neðan má sjá verkefni …
Hönnunarsamkeppni á miðstigi
Lítið hönnunarverkefni var á miðstigi síðustu viku. Nemendur fengu það verkefni að hanna matseðil fyrir veitingastað. Flestir notuðu forritið Canva til uppsetningar og fengu þrjá daga til að vinna að verkefninu. Þeir sem það vildu sendu matseðilinn sinn í samkeppni hjá veitingastað í bænum. Tveir matseðlar voru valdir bestir og verða notaðir fyrir viðskiptavini í a.m.k. eina viku. Sigurvegararnir fengu …
Spennandi ensku verkefni á miðstigi
Miðstig Auðarskóla er núna í vetur í samstarfsverkefni í enskunámi með 18 öðrum löndum. Í vetur munu nemendur leysa margskonar og fjölbreytt verkefni sem hluta af enskunáminu. Samstarfslöndin okkar eru öll með annað móðurmál en ensku og mjög mismunandi getu í ensku. Sumir notast meira að segja við annað letur. Verkefnum er skilað rafrænt vefsíðu Evrópuráðsins – ETwinning. Fyrsti hlutinn …
Tækni lota hafin
Í dag 9. október hefst vinna í nýrri samþættingarlotu á öllu grunnskólastiginu. Nemendur vinna margvísleg verkefni með það að marki að auka hæfni til að beita gagnrýnu hugarfari og greina upplýsingar. Áherlsan er á ábyrga borgarar í netvæddu samfélagi og hvernig við berum öll ábyrgð á því saman. Unnið er eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna og sérstaklega unnið með markmið 1 …
Nýir rekstraraðilar taka við mötuneytinu
september síðastliðin tók Vínlandssetrið ehf. við rekstri á mötuneyti skólans. Þar eru þrír starfsmenn sem sjá um starfsemina. Ragga, Justyna og Szymon Fjórir nemendur á miðstigi fóru á stúfanna og tóku viðtal við Röggu og Justynu. Viðtalið má lesa hér að neðan. Róbert Orri Viðarsson tók viðtalið, Nadía Rós Arnardóttir var tæknimaður, Aðalheiður Rós Unnsteinsdóttir og Jökull Sigurðsson sömdu spurningar. …
Smiðjuhelgi framundan hjá unglingastigi
Fyrri smiðjuhelgin fer fram núna næstkomandi föstudag og stendur til laugardags. Br0ttför kl 13 frá Auðarskóla. Fjölbreyttar smiðjur í boði, nemendur velja sig í smiðju í dag og fá niðurstöðu um hvaða smiðju þau fá seinna í vikunni. Hér má sjá lista yfir smiðjur í boði að þessu sinni Dans smiðja Í danssmiðjunni verður unnið með líkamann sem verkfæri og …
Skipulagsdagar í næstu viku
Skipulagsdagur í grunnskólanum næstkomandi mánudag 2. október skólabílar ganga ekki þann dag. Leikskólinn verður opinn. 3. október Foreldraviðtalsdagur Auðarskóla í leik- og grunnskóladeild. Foreldrar fá fundarboð með tímasetningu á sínu viðtali í tölvupósti á næstu dögum. Ákveðið var að halda áfram að þróa nemendastýrð viðtöl í grunnskólanum líkt og síðasta skólaár. Nemendur mæta í viðtalið með sínum forráðamönnum.
Vel heppaður viðburður hjá Foreldrafélaginu
Foreldrafélagið stóð fyrir haustfagnaði leikskólabarna Auðarskóla í Dalabúð þann 21. september síðastliðinn. Viðburðurinn var vel sóttur af börnum og foreldrum. Blaðrarinn kíkti í heimsókn og bjó til blöðrudýr fyrir alla sem vilu, hoppukastali settur upp inn í sal, léttar veitingar frammi og listastöð sem hægt var að lita myndir. Frábært framtak hjá Foreldrafélaginu.
Haustfagnaður leikskólabarna í Auðarskóla
Fimmtudaginn 21. september kl 16:00 verður smá haustfagnaður í Dalabúð fyrir leikskólabörnin og foreldra þeirra. Eldri systkini mega að sjálfsögðu fylgja með. Við ætlum að skemmta okkur saman stutta stund, foreldrar og börn. Við hlökkum til að sjá sem flesta. Einnig væri gott ef foreldrar sjái sér fært að aðstoða við frágang eftir að fagnaðinum er lokið. Margar hendur vinna …