Uppfært föstudaginn 14. nóvember 2025
Um skólaráð
Skólaráð er lögbundinn samráðsvettvangur í öllum grunnskólum landsins og starfar samkvæmt 8. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008. Ráðið er skipað fulltrúum allra helstu hópa skólasamfélagsins – nemendum, foreldrum, kennurum, öðru starfsfólki og grenndarsamfélaginu – auk skólastjóra, sem ber ábyrgð á rekstri skólans og stýrir fundum ráðsins.
Hlutverk skólaráðs er að tryggja lýðræðislega umræðu um málefni sem varða skólann, mótun stefnu hans og sérkenna og þannig stuðla að farsælu skólastarfinu. Skólaráð fjallar meðal annars um skólanámskrá, starfsáætlanir, rekstraráætlanir, skólareglur og aðrar áætlanir sem snerta skólastarf, auk þess að veita umsögn um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi, sbr. reglugerð um skólaráð nr. 1157/2008.
Skólaráð fylgist jafnframt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda og tekur við ábendingum frá skólasamfélaginu. Markmiðið er að tryggja að raddir allra hópa skólans heyrist og að ákvörðunartaka byggist á samráði og sameiginlegri ábyrgð til heilla fyrir nemendur og skólastarf í heild.
Um sameiningu skólaráðs og gæðaráðs skólaveturinn 2025-2026
Vegna erfiðleika við að manna gæðaráð á fullnægjandi hátt hefur verið ákveðið að sameina gæðaráð og skólaráð á skólaárinu 2025–2026. Á fundi skólaráðs þann 14. nóvember 2025 samþykkti ráðið að taka tímabundið að sér þau verkefni sem gæðaráð sinnir samkvæmt verklagi skólans. Þetta var einnig borið undir fræðslunefnd á fundi þeirra þriðjudaginn 11. nóvember 2025.
Gæðaráð sinnir hefðbundnu hlutverki matsteymis í innra mati skólans. Samkvæmt 36. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal hver grunnskóli framkvæma innra mat með kerfisbundnum hætti og með virkri þátttöku starfsmanna, nemenda og foreldra. Markmið innra mats, samkvæmt 35. gr. laganna, er að tryggja að skólastarf sé í samræmi við lög og aðalnámskrá, stuðla að umbótum og tryggja að réttindi nemenda séu virt.
Í leiðbeiningum um innra mat er lögð áhersla á að koma á fót matsteymi (þ.e. gæðaráði) með fulltrúum stjórnenda, kennara, annarra starfsmanna, nemenda og foreldra. Teymið sér um skipulagningu matsins, gagnasöfnun, greiningu og eftirfylgni umbóta og hefur þannig lykilhlutverk í gæða- og umbótastarfi skólans. Innra mat á að vera samofið daglegu skólastarfi og byggja á þátttöku allra hagsmunahópa.
Með því að fela skólaráði verkefni gæðaráðs er tryggt að lögbundin skylda skólans til að framkvæma innra mat haldist órofin og að áfram verði unnið markvisst að greiningu, umbótum og eftirfylgni í skólastarfi á árinu 2025–2026.
Fulltrúar í skólaráði Auðarskóla 2025-2026
Guðmundur Kári Þorgrímsson, starfandi skólastjóri
Aðalheiður Rós Unnsteinsdóttir, fulltrúi nemenda
Daldís Ronja Líndal Jensdóttir, fulltrúi nemenda
Ragnheiður Helga Bæringsdóttir fulltrúi kennara
Katrín Kristjánsdóttir, fulltrúi kennara
Jóhanna Lind Brynjólfsdóttir, fulltrúi starfsmanna KÍ
Íris Dröfn Brynjólfsdóttir, fulltrúi annars starfsfólks
Stefanía Anna Vilhjálmsdóttir, fulltrúi foreldra
Dagný Lára Mikaelsdóttir, fulltrúi foreldra
Guðrún Erna Magnúsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélags
Fundargerðir skólaráðs
Smelltu hér til að nálgast fundargerðir skólaráðs.
Starfsáætlun skólaráðs 2025-2026
| Fundartími | Fundardagskrá |
| 14. nóvember 2025
Kl. 10:00 |
1. Fundaáætlun vetrarins sex fundir, nóvember, janúar, febrúar, mars, apríl og maí.
2. Starfsáætlun skólans í vetur, stutt kynning. 3. Ræða stefnu skólans um heimanám. Hvaða hugmyndir hefur skólaráð? 4. Endurskoðaðar skólareglur 5. Bekkjarstjórnun áhersluverkefni vetrarins. a. Innlit skólastjóra í kennslustundir 6. Öryggisáætlun skólans kynnt a. EKKÓ áætlunin kynnt 7. Gagnvirk og góð samskipti við foreldr og forráðamenna. 8. Ársáætlun um innra mat (Skólaráð sinnir jafnframt gæðaráðshlutverki skólans). a. Skipulag, framkvæmd og umbætur innra mats heildarendurskoðun
|
| 14. janúar 2026
Kl. 13:30 |
1. Umbótaáætlun ársins
2. Skólanámskrá 3. Endurskoðun áætlana 4. Skipuleggja nemendaþing 5. Önnur mál |
| 18. febrúar 2026
Kl. 13:30 |
1. Námsmatsstefna Auðarskóla
2. Skipulag starfsþróunarsamtala 3. Staða umbóta úr umbótaáætlun 2025 4. Önnur mál |
| 18. mars 2026
Kl. 13:30 |
1. Námsvísir endurskoðaður
2. Innlit í kennslustundir skima bekkjarstjórnun 3. Starfsþróunaráætlun endurskoðuð 4. Könnun til foreldra foreldrasamstarf og bekkjarstjórnun 5. Niðurstöður skólapúlsinn 6. Önnur mál |
| 15. apríl 2026
Kl. 13:30 |
1. Endurskoðun áætlana – Yfirferð og staða
2. Mat á umbótaáætlun frá vori 2025 3. Önnur mál 4. |
| 13. maí 2026
Kl. 13:30 |
1. Innra mat skýrsla
2. Umbótaáætlun næsta vetrar 3. Önnur mál |
