
Brekkusöngur og jólahúfu-dagur í öllum skólanum
Fimmtudaginn 8. desember verður jólahúfudagur í öllum skólanum. Allir eru hvattir til að mæta með jólahúfu á höfði.
(ATh. í leikskólanum er einnig vasaljósadagur þennan dag)
Einnig verður Brekkusöngur kl. 13.40 í efri sal grunnskólans þar sem saman koma
öll börn og nemendur Auðarskóla ásamt kennurum og starfsfólki skólans.
Söngþema dagsins verður blanda af jólalögum og öðrum dægurlögum. Tónlistarkennarar sjá um undirspil.
Það eru að koma jól!
