Verum ástfangin af lífinu
Þorgrímur Þráinsson heimsækir Auðarskóla og heldur
fyrirlestur og fræðir alla nemendur á elsta stigi fimmtudaginn 12. janúar.
Hann býður upp á fræðslu sem kallast „Verum ástfangin af lífinu“
og ræðir m.a. um ábyrgð, samkennd, þrautseigju, að koma fallega fram
og sinna litlu hlutunum dags daglega. Hefst viðburður kl. 13.