Kátidalur- frístund

KÁTI DALUR – FRÍSTUND EFTIR SKÓLA

Dvöl í KÁTADAL er í boði fyrir nemendur á yngsta stigi, í 1.- 4. bekk, eftir að skóla lýkur. Dvölin er valkostur sem foreldrar/forráðamenn geta sótt um og greiða sérstaklega fyrir.

Í upphafi skólaárs, ágústmánuði, er rafrænt umsóknareyðublað um dvöl í KÁTADAL sent á alla foreldra nemenda í 1.- 4. bekk í gegnum Mentor kerfi skólans. Einnig er hægt að finna eyðublað þess efnis undir flipanum Eyðublöð hér á heimasíðu skólans.

Hægt er að óska eftir vistun í KÁTADAL hvenær sem er skólaárs og er þá rafrænt umsóknarferli sent til foreldra/forráðamanna. Vegna umsóknar þarf ávallt að hafa samband við ritara skólans; ritari@audarskoli.is eða hringja í aðalnúmer skólans: 430 4757 á skrifstofutíma skólans.

Aðeins er hægt að skrá nemendur í KÁTADAL annaðhvort í fjóra eða fimm daga vikunnar.

Dvöl í KÁTADAL er í boði á mánudögum frá kl. 14.10, á þriðjudögum til fimmtudaga frá kl. 15:10 og frá kl. 12:10  á föstudögum.

Hægt er að velja um tvo brottfarartíma: Kl. 16:00 og 16:30.

Ekki er endurgreitt vegna fjarvista eða veikinda nema þau vari samfellt í viku eða lengur.

Innheimt verður fyrir mánuð í senn.

Starfstími KÁTADALS miðast við heila og tvöfalda nemendadaga grunnskólans og er því KÁTIDALUR ekki starfandi skerta skóladaga.

KÁTIDALUR starfar eftirfarandi daga:

Danssýningardagur 
Síðasti föstudagur fyrir páskafrí 
Öskudagur 
Árshátíð til kl. 16
Vorhátíð-Skólaslit til kl. 16

KÁTIDALUR starfar ekki eftirfarandi daga:

  • Skólasetningardagur
  • Skipulagsdagar
  • Foreldrasamtalsdagar
  • Síðasti dagur fyrir jólafrí grunnskólans
  • Vetrarfrísdagar
  • Skólaferðalagsdagur yngsta stigs 

Dvöl í KÁTADAL fylgir kaffitími daglega og hádegismatur á föstudögum.
Staðsetning KÁTADALS er í Fjallasal leikskólans.

Umsjónarmaður KÁTADALS skólaárið 2024-2025 er Marina Aleksandersdóttir.

Mikilvægt er að láta ritara skólans vita ef barn sækir ekki KÁTADAL þann dag eða daga sem það er skráð í dvöl og skal þá hringt í aðalanúmer skólans 430 4757.

Þegar KÁTIDALUR starfar er einnig hægt að hafa samband við umsjónarmann í

gsm símann: 831 2916.