1. Ef um augljóslega lítilsháttar meiðsl er að ræða þá á að búa um það og/eða að leyfa nemandanum að jafna sig í skólanum. Viðbrögð við slysum-pdf
2. Ef um er að ræða meiðsl sem erfitt er að meta hvort það er lítilsháttar eða alvarlegt þá hringir viðkomandi starfsmaður í foreldra/forráðamenn og lýsir atvikinu og meiðslum eins ítarlega og hægt er. Ákvörðun um framhaldið er tekin sameiginlega af starfsmanni og foreldrum.
3. Ef um er að ræða bak- eða höfuðáverka er ávallt haft samband við foreldra og farið með barnið á heilsugæslustöðina til nánari athugunar og aðhlynningar.
4. Ef um er að ræða alvarlegri slys þá gildir eftirfarandi áætlun:
a. Sá sem kemur á vettvang metur ástand og kallar á hjálp eftir aðstæðum.
b. Sóttur sjúkrakassi – hringt á sjúkrabíl.
c. Skólastjóri eða umsjónarkennari tilkynnir foreldrum.
d. Umsjónarkennari tilkynnir samnemendum um slysið.
5. Öll meiðsli og slys sem verða á nemendum eru skráð á slysaskráningarblöð.
6. Ef slys er vegna þess að aðstæður bjóða upp á slíkt er öryggistrúnaðarmanni gert viðvart.