Meginmarkmið fyrir tónlistarnámi skiptast í þrjá flokka: Uppeldisleg markmið, leikni- og skilningsmarkmið og samfélagsleg markmið. Uppeldisleg markmið stuðla að auknum tilfinningaþroska nemenda, listrænum þroska, mótun viðhorfa, samvinnu og ögun. Leikni- og skilningsmarkmið stuðla einkum að aukinni færni og þekkingu nemenda. Samfélagsleg markmið stuðla að þátttöku í fjölbreyttari mennta- og menningarstarfsemi.
Markmið tónlistardeilar Auðarskóla:
• Stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta á tónlist og njóta hennar.
• Búa nemendur undir að geta iðkað tónlist upp á eigin spýtur
• Stuðla að auknu tónlistarlífi.
• Að samþætta tónlistarstarfssemi tónlistardeildar, leikskóla og grunnskóla
• Nota og þróa samþætt kennsluefni í tónlistarforskóla, tónmenntakennslu og hljóðfæranámi.