Menntastefna-Gæðahandbók

Menntastefna Dalabyggðar til ársins 2029 var fullmótuð og samþykkt vorið 2024.
Stefnan er afrakstur samstarfs fræðslunefndar, skólasamfélagsins, íbúa og skólaráðgjafar Ásgarðs ehf.

Með stefnunni er lagður grunnur að framsæknu og eftirsóknarverðu skóla- og tómstundastarfi þar sem forgangsmál er
að byggja upp gott og heilbrigt náms- og starfsumhverfi fyrir öll börn og nemendur Dalabyggðar.

Menntastefnunni er ætlað að stuðla að framsækni og með vellíðan allra barna, ungmenna og um leið alls skólasamfélagsins að leiðarljósi og til þess að svo megi vera þurfa leiðarljósin í öllu starfi með börnum og ungmennum í Dalabyggð mótast af virðingu, jákvæðni og framsækni.

Menntastefnu Dalabyggðar er ætlað að veita leiðsögn og innblástur öllum þeim sem koma að skóla-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfi í sveitarfélaginu.
Henni fylgja gæðaviðmið sem vísa veginn í átt að framtíðarsýn sveitarfélagsins og nýtast jafnframt við framkvæmd á innra og ytra mati á skólastarfi.

Í menntastefnu Dalabyggðar er kveðið á um markmið, skipulag og framkvæmd innra mats skólans.

Matsþættir skólans fylgja viðmiðum menntastefnu Dalabyggðar og ríkisins og taka ávallt til eftirfarandi þátta:

Mennta stefna Dalabyggðar 2024-2029

Gæðaviðmið menntastefnu

Innleiðing Menntastefnu Dalabyggðar