Skólaakstur

Almennt um skólaakstur Auðarskóla

Skólabílar skulu leggja í fyrsta lagi af stað frá skólanum:
Mánudaga: Kl. 14.15   (Skóla lýkur 14.10)
Þriðjudaga til fimmtudaga: Kl. 15.15   (Skóla lýkur kl. 15.10)
Föstudaga: Kl. 12.15   (Skóla lýkur kl. 12.10)

Skólabílar skulu koma í Auðarskóla í fyrsta lagi kl. 08.15 að morgni hvers skóladags.
Veður og ófærð geta raskað tímasetningum.
Á allar leiðir eiga að vera skráðir varabílstjórar og getur því breyst frá degi til dags yfir skólaárið.

Mikilvægt er að bílstjórum sé tilkynnt ef breytingar verða á ferðum nemenda.
Skólinn þarf einnig að fá upplýsingar um það ef nemandi sem alla jafna fer með skólabíl á ekki að fara með bílnum þann daginn.

Skólabílstjórar skólaárið 2024 -2025

Leið 1: Guðbjörn Guðmundsson

Leið 2: Jón Egilsson

Leið 3: Sigmundur H. Sigmundsson

Leið 4: Þröstur Leó Þórðarson 

Leið 5: Sigurður Hrafn Jökulsson

Leið 6: Þórður Svavarsson  

Leið 7: María Hrönn Kristjánsdóttir

Á allar leiðir eru skráðir varabílstjórar og getur því breyst frá degi til dags yfir skólaárið.

Um skólaakstur í Dalabyggð gilda „Reglur um skólaakstur í grunnskóla“ nr. 656/2009 m.s.br.
ásamt sérákvæðum sem nálgast má í reglum um skólaakstur í Dalabyggð frá 2021.

Reglur Dalabyggðar-Skólaakstur-Breytt 20. júlí 2023

Skólaakstur við erfið veðurskilyrði-Pdf

Akstursáætlun 2023-2024-Pdf

Hér má sjá yfirlit daga þegar ekki er skólaakstur og þeir dagar þegar vikið er frá hefðbundnum tímasetningum heimferða skv. stundatöflu grunnskólans.   

Sjá hér: Dagar sem ekki er skólaakstur-Dagar sem brugðið er út af hefðbundnum skóladegi-Pdf

Farþegar / foreldrar / forráðamenn
• Foreldrar/forráðamenn leikskólabarna þurfa að sækja um pláss í skólabíl fyrir 1. maí fyrir næsta skólaár. Umsóknir skal endurnýja á hverju ári.
• Foreldrar leikskólabarna bera ábyrgð á að útvega viðurkennda barnabílstóla fyrir sitt barn sem einungis verður notaður af því.
• Foreldrar leikskólabarna koma með börn sín í skólabílinn og festa þau í sitt sæti.
• Nemendur skuli vera tilbúnir til að fara upp í skólabílinn þegar hann kemur í hlað á morgnana.
• Neysla sælgætis, gosdrykkja, tóbaks og áfengis er óheimil í skólabílnum.
• Sýna ber samferðarfólki kurteisi og tillitssemi í skólabílnum.
• Ef foreldrar hafa áhuga á að senda barn sitt sem „gest“ með skólabíl skal ræða þá fyrirætlan við skólabílstjóra og skólastjóra og fá samþykki þeirra fyrir aukafarþega.
• Bílstjórar eru ekki skyldugir til að taka aukafarangur svo sem hjól nemenda með í skólabílinn.
• Forðast ber að trufla bílstjóra á meðan á akstri stendur.

(Reglur þessar voru samþykktar í fræðslunefnd Dalabyggðar 8. júní 2021 og af sveitarstjórn Dalabyggðar 10. júní 2021)