Hrekkjavaka í Dalabyggð
Nemendafélag Auðarskóla í samvinnu við Foreldrafélag Auðarskóla ætla að slá saman í Halloween gleði.
Beint eftir skóla kl 15:10 til 17:30 verður opið hús fyrir alla, leikskólanemendur eru velkomnir í fylgd með fullorðnum. Nemendafélagið ætlar að halda uppi fjöri með leikjum og skemmtun. Foreldrafélagið mun bjóða uppá veitingar fyrir hópinn svo þau fari södd og sæl í gönguna um þorpið sem hefst kl 17:30 frá skólanum.
Til þess að þetta gangi sem best upp vonum við að flestir foreldrar geti mætt og tekið þátt
Eftir gönguna kl 19:30 (eða þegar fyrstu krakkar mæta) til kl 21:30 er aftur öllum velkomið en nemendur 1 til 4 bekk ( og leikskólabörn) verða að vera
í fylgd með fullorðnum.
Nemendafélagið ætlar að bjóða uppá skemmtilega dagskrá, tónlist, leikir, búingakeppni, veitingar og fleira. Maður er manns gaman ! Hlökkum til að sjá ykkur þetta verður frábært ❤️