Jólaverkstæði í leikskólanum
Kæru foreldrar.
Jólaverkstæði leikskólans verður þriðjudaginn 13. desember. Leikskólinn verður opinn foreldrum frá kl. 14.00 og til kl. 16.00.
Foreldrar eru hvattir til að mæta og föndra með börnum sínum.
Bent er á að jólaverkstæðið er eingöngu ætlað börnum leikskólans og foreldrum þeirra.
Hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja frá starfsfólki leikskólans.