Litlu-jól leikskólans 15. desember
Litlu-jól leikskólans verða haldin fimmtudaginn 15. desember og hefjast kl.10.
ATh! Stundin er einungis fyrir börn og starfsmenn og jólasveina.
Venjan er að klæðast sparifötum á litlu-jólunum og best væri ef börnin komi í sparifötum í leikskólann að morgni
en skipti svo um föt að litlu-jólum loknum, ef vilji er fyrir því.
Í hádeginu verður svo snæddur hátíðarmatur; Kalkúnn með tilheyrandi meðlæti og ís í eftirrétt.
Dagurinn verður ólíkur öðrum dögum, mikið fjör og nóg að gera.
Kær kveðja frá starfsfólki leikskólans.