
Skólasetning
Skólasetning Auðarskóla fer fram nk. mánudag, 25. ágúst.
Athöfn verður haldin í Dalabúð, að hluta til, og hefst hún kl. 9:30.
Nemendur og foreldrar mæta saman þennan fyrsta skóladag.
Skipulag okkar fyrsta skóladags er eftirfarandi:
Nemendur, foreldrar og starfsmenn boðnir velkomnir.
Starfsmenn kynntir.
Kl. 9:45: Nemendur fylgja umsjónarkennara sínum í stofur.
Kl. 9:45: Foreldrar fá kynningu á áherslum grunnskólastarfsins,
námsvísum og kennsluáætlunum og annarri skólaþróun.
Kl: 10:00: Nemendur og foreldrar með umsjónarkennurum í umsjónarstofum.
Foreldrar sem eiga börn á fleiri en einu skólastigi geta skipt sér niður og/eða fengið önnur
skyldmenni eða tengiliði til aðstoðar. Ef það gengur ekki þá munu umsjónarkennarar veita
allar nauðsynlegustu upplýsingarnar og eru að sjálfsögðu boðnir og búnir til þess.
Hlökkum til að sjá ykkur öll
Kveðja starfsfólk Auðarskóla !