Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 skulu fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 eða fleiri að jafnaði setja sér jafnréttisáætlun. Í 5. gr. laganna kemur fram að sérstaklega skuli kveðið á um markmið og gerð áætlunar um hvernig þeim skuli náð til að tryggja starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í 6.-14. grein. Það er almennt ákvæði um jafnlaunajafnrétti; jafnlaunavottun; laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun; samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs; kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni.
Að lokum er fjallað um 15. grein laganna er snýr að menntun og skólastarfi auk aðgerðaráætlunar um samstarfs heimila og skólans. Jafnréttisáætlunin á að vera í stöðugri þróun eins og í annarri stefnumótun, en skal skv. 5. gr. laganna endurskoða á þriggja ára fresti. Aðgerðaráætlunin sem fylgir þessari jafnréttisáætlun er unnin af starfsfólki skólans.
Nánar má lesa um jafnréttisstefnu skólans hér
jafnréttisáætlun Auðarskóla 2025
Áætlunin er unnin út frá jafnréttisstefnu Dalabyggðar sem má lesa nánar hér
Uppfært í júní 2025