Varðandi skólahald í Auðarskóla

admin



Kæru foreldrar/forráðamenn














Eins og öllum ætti að vera kunnugt erum við að takast á við aðstæður sem ekki eru fordæmi fyrir. Við höfum unnið hörðum höndum að því síðustu daga að skipuleggja starfið í Auðarskóla þannig að við getum haldið úti sem mestri starfsemi. Við erum öll að gera okkar besta til þess að ná utan um breyttar aðstæður og mikilvægt að við fáum svigrúm til þess.














Við munum senda ykkur upplýsingapósta í dag og á morgun. Því biðjum við ykkur að fylgjast vel með öllum skilaboðum frá skólanum.  Það eru einhverjar líkur á því að eitthvað af þessum upplýsingum eigi eftir að taka breytingum þegar líður á samkomubannið.














Fyrirhugað var að opna leikskólann á þriðjudaginn, en


þurfum því miður að aflýsa því. Við tökum stöðuna á morgun og vonandi verður hægt að opna leikskólann að einhverju leyti á miðvikudaginn.










Við gerum ráð fyrir því að grunnskólinn opni á miðvikudaginn. Það verður þó með ákveðnum breytingum og skertri þjónustu sem þið fáið ítarlegri upplýsingar um síðar.














Tónlistarskólinn og lengd viðvera verður lokuð á meðan samkomubanninu stendur og ekki verður innheimt fyrir þá þjónustu.














Við minnum sérstaklega á upplýsingar um handþvott sem fóru út fyrir helgi. Þær má einnig nálgast hér á heimasíðu skólans.














Nú skiptir máli að Dalamenn standi saman og við hugsum vel um hvert annað á þessum tímum eins og við gerum alltaf svo vel.














Allar þessar ákvarðanir hafa verið teknar í samráði við oddvita Dalabyggðar, heilsugæsluna og sóttvarnalækni Vesturlands. Öll fyrirmæli um hvað beri að gera koma frá Landlæknisembættinu, Almannavörnum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambandi Íslands.














Kær kveðja,





Hlöðver Ingi Gunnarsson





Skólastjóri Auðarskóla