Upplestrarkeppni Auðarskóla

admin

16. mars fór fram, í Auðarskóla, undankeppni fyrir Stóru Upplestrarkeppnina. Keppnin er ætluð nemendum 7. bekkjar og er undirbúningur nokkur fyrir keppni sem þessa og allir eru hvattir til að taka þátt í verkefninu á einhvern hátt.

Æfingatímabilið er nokkrar vikur og æfingum fjölgar eftir því sem líður á. Við lok þessa tímabils er ánægjulegt að sjá þær framfarir sem hafa orðið hjá nemendum og alla sigrana. Framfarir og sigrar eru mismunandi eftir því hvaða nemandi á í hlut. Sem dæmi má nefna er að lesa hærra, lesa hægar eða hraðar, gæta að höndunum, standa kyrr, passa að rugga ekki, líta upp, passa að síðasta orð í málsgrein heyrist vel og að geta lesið fyrir framan aðra/hóp. Það er vissulega að mörgu að hyggja.

Valdir voru tveir aðalfulltúar Auðarskóla og einn varamaður sem fara í lokakeppnina á Vesturlandi þann 23. mars. Stefán Ingi og Atli fara sem aðalfulltrúar og Hafdís Inga varamaður.



Dómarar voru Sveinn Pálsson, Jónas Már Fjeldsted og Valdís Einarsdóttir, við þökkum þeim kærlega fyrir að koma að þessu verkefni með okkur.