Reykir

admin

​Við í sjöunda bekk erum „nýkomin“ heim frá Reykjum. Á námskeiðunum var gaman og flestir voru að kynnast fleiri krökkum. Okkur fannst flestum skemmtilegast í náttúrufræði og sögu og þá sérstaklega þegar sagan af Gretti var sögð. Byggðasafnið kom líka sterkt inn og hákarlasögurnar fræðandi. Frítíminn var skemmtilegur. Stefán og Daníel voru snyrtipinnar ferðarinnar og fóru í sturtu á hverjum degi. Maturinn var góður og þau voru ekki hrædd um að ofnota brokkolí. Hárgreiðslukeppnin var skemmtileg og Sölvi endaði í topp fimm, Tania greiddi honum. Diskóið var brjálað stuð og Triple B (Bjarki,  Bjarki og Benjamín) voru góðir DJ -ar. Kvöldvökurnar voru skemmtilegar. Stefán og Hafdís voru oft valin í atriði. Á föstudeginum voru nokkrir leikir og það var ekki gaman að fara heim.


Albert Hugi, Atli, Daníel Rúnar, Hafdís Inga, Hólmfríður Tania, Stefán Ingi og Sölvi.




p.s. Sölvi tognaði