Steinþór og Benedikt
Niðurstöður úr stærðfræði-keppninni 2013 voru glæsilegar fyrir Auðarskóla. Tveir keppendur voru í topp tíu í sínum árgangi. Steinþór Logi Arnarsson var í 3. sæti í 8. bekk og Benendikt Máni Finnsson var í 7.-8. sæti í 9. bekk. Auðarskóli hefur sótt keppnina allflest árin sem hún hefur verið haldin og Benedikt og Steinþór eru komnir í fríðan hóp verðlaunahafa við Auðarskóla (Grunnskólann í Búðardal og Tjarnarlundi). Þessir snillingar komust ekki á verðlaunaafhendinguna þannig að við látum fylgja með mynd af þeim. Nánari upplýsingar um keppnina eru á vef Fjölbrautaskóla Vesturlands; www.fva.is.