Sjómaður einn kom færandi hendi til okkar í leikskólann í morgun með krabba tvo. Vöktu þeir mikinn fögnuð, sérstaklega meðan krabbarnir dönsuðu tangó á stéttinni. Það tók suma lengri tíma en aðra að þora að kíkja á þá á stuttu færi en hafðist þó. Takk fyrir skemmtilega sendingu!