Miðvikudaginn 24. október verður tónfundur yngri nemenda (1. – 6. bekkir) við tónlistarskólann. Fundurinn hefst kl. 14.30 og munu nemendur þá koma fram og spila fyrir hvern annan og gesti. Foreldrar og aðstandendur velkomnir. Fundurinn verður í tónlistarskólanum.
Þann 30. október verður svo tónfundur fyrir 7. – 10. bekki einnig kl. 14.30 og með sama sniði.