Frjálsíþróttamót 

admin

Þriðjudaginn 11. september fer fram frjálsíþróttamót samstarfsskólanna á Vesturlandi.  Nemendur í 3. – 10. bekk geta keppt.   Skráningarblöð hafa verið send í töskupósti heim með nemendum, þar sem foreldrar þurfa að staðfesta þátttöku.   Blöðunum skal skila í síðasta lagi í skólann föstudaginn 7. sept.