Þriðjudaginn 7. júní verður vorferðalag leikskólans. Lagt verður af stað upp úr kl. 9:00 og munu Sveinn á Staðarfelli og Kalli í KM vera bílstjórarnir okkar. Leikskólinn tekur með nesti til ferðarinnar.
Farið verður í Daníelslund í Borgarfirðinum og rölt þar um stíga, nestið borðað og leikið. Þaðan er farið í Baulu; borðaður ís og leikið á útisvæðinu.
Mjög mikilvægt er að klæða sig eftir veðri með auka sokka og vettlinga.
Heimkoman er frekar óráðin en líklegt að hún verði um kl. 13:00 og þá tekur vorhátíð við með grilli.