Gleðilegt sumar kæru nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar Auðarskóla. Við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir veturinn og fögnum komandi sumri. Nú þegar náttúran lifnar við eftir vetrardvala er að mörgu að hyggja. Við hvetjum alla til útiveru og hreyfingar en gætum okkur á sóttvörnum og 2ja metra reglunni. Við hlökkum til að sjá alla nemendur okkar í næstu viku þegar …
Skólastarfið hafið á ný eftir páska
Þá er skólastarfið hafið eftir páska í Auðarskóla. Það er ekki fjölmennt hjá okkur þessa dagana en skólastarfið fer vel af stað. Við höfum gert smávægilegar breytingar en nú byrjar bæði leik- og grunnskólinn klukkan 8:00 og báðar deildir eru búnar klukkan 14:30, grunnskólinn á föstudögum klukkan 12:30. Við gerum ráð fyrir að þetta fyrirkomulag verði út 4. maí. Undirbúningur …
Kaffihúsakvöldinu frestað fram á mánudag
Kaffihúsakvöldinu, sem auglýst var hér fyrir neðan, hefur verið frestað til mánudagsins 3. desember. Vonumst við til að þessi breyting nái til allra sem höfðu hug á að mæta.
Auðarskóli fer í páskafrí
Auðarskóli er kominn í páskafrí. Skólahald hefst aftur eftir páska 8.apríl með sama fyrirkomulagi og var núna síðustu vikuna fyrir páska. Sú starfsemi sem Auðarskóli heldur úti í samkomubanninu verður sú sama og fyrir páska. Forgangs nemendur á leikskólanum og 1.-4.bekkur í grunnskólanum. Við biðjum foreldra um að fylgjast vel með upplýsingum frá skólanum verði einhverjar breytingar. Við þökkum fyrir …
Skóladagatöl næsta skólaárs
Skóladagatöl skólaársins 2018-2019 eru komin hér inn á vefinn. Undir flipunum „Grunnskóli“ & „Leikskóli“ er efsti valkosturinn „skóladagatal“.
Útskrift úr leikskóla
Það var glæsilegur hópur sem útskrifaðist úr leikskóla Auðarskóla miðvikudaginn 23. maí. Athöfnin fór fram í Fjallasal leikskólans að viðstöddum góðum gestum. Útskriftarnemarnir, alls níu talsins, fengu bók og blóm að gjöf frá leikskólanum. Framtíð þessara nemenda er björt og við óskum þeim öllum og aðstandendum þeirra innilega til hamingju með áfangann.
Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla
Á síðasta aðalfundi foreldrafélags Auðarskóla var ákveðið að breyta tímasetningu aðalfundanna og hafa þá í maí. Fráfarandi stjórn klárar samt skólaárið en þá getur svo ný stjórn tekið við strax í upphafi næsta skólaárs, eða frá 1. ágúst. Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður því haldinn í grunnskólanum fimmtudaginn 23. maí kl. 17:30.…Dagskrá:1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir …
Skólastarf í Auðarskóla
Nú er þriðja vikan í samkomubanni að klárast. Skólastarf Auðarskóla hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma. Leikskólinn er nú opinn fyrir skilgreinda forgangshópa almannavarna og í grunnskólanum eru 1.-4. bekkur í tveimur hópum. Aðrir grunnskólanemendur eru komnir í heimakennslu. Það hefur gengið vel að virkja nemendur í heimakennslu og hafa kennarar sent upplýsingar heim og verið í samskiptum …
Viltu komast í Heimsmetabók Guinness?
Lestrarverkefnið Tími til að lesa hófst í gær, 1. apríl. Verkefnið gengur út á að LESA. Allir Íslendingar, börn og fullorðnir, eru hvött til að skrá allan sinn LESTUR á vefsíðuna timitiladlesa.is . Þar er líka hægt að fylgjast með sameiginlegum lestri þjóðarinnar dag frá degi. Árangurinn er mældur í tíma og ef allir gefa sér góðan tíma í að …
Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi 2020
Föstudaginn 21. febrúar var Stærðfræðikeppnin haldin í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. 106 keppendur voru skráði til leiks og átti Auðarskóli sex fulltrúa að þessu sinni. Tíu efstu einstaklingarnir í hverjum árgangi fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaafhendingu sem halda átti laugardaginn 14. mars en vegna Covid-19 faraldursins var hún felld niður. Fjórir nemendur Auðarskóla fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaathöfnina. …