Skólahald verður skert á fimmtudaginn næstkomandi 2. október. Ákveðið hefur verið að nemendur í 8.-10. bekk fái frí þennan dag. Einnig biðjum við alla þá foreldra sem eru í aðstöðu til að hafa börn sín heima að gera það. Foreldrar og forráðamenn fengu tölvupóst með frekari upplýsingum. Með fyrir fram þökkum fyrir skilninginn, Kær kveðja, Guðmundur Kári Þorgrímsson Starfandi skólastjóri …
Starfamessa í Borgarnesi
Starfamessa 2025 – Gluggi að framtíðinni Í haust verða haldnar þrjár Starfamessur á Vesturlandi sem hluti af Sóknaráætlun Vesturlands 2025. Viðburðirnir fara fram í öllum framhaldsskólum svæðisins: MB í Borgarnesi – 26. september FSN í Grundarfirði – 30. september FVA á Akranesi – 3. október Starfamessan er einstakt tækifæri fyrir nemendur í 9. og 10. bekk að kynnast fjölbreyttum störfum …
Bætt heimabyggð- minni sóun
Nemendur Auðarskóla hafa undanfarnar vikur verið að skoða bætta heimabyggð og hvað má gera til að bæta hana fyrir íbúa, náttúruna og umhverfið okkar. 1.-3. bekkur tók fyir matarsóun í mötuneyti skólans og lagðist í rannsóknarvinnu. Þau viktuðu það sem var hent eftir hvern matartíma í nokkra daga. Nemendur skiptust á að vikta ruslið. Það kom þeim á óvart að …
Góð gjöf frá 9. bekk
Nemendur í 1. bekk fengu heldur betur góða gjöf frá 9. bekk, sérsaumaðar peysur eftir óskum hvers og eins. Á myndina vantar tvo nemendur í 9. bekk.
Vorferðir yngsta- og miðstigs
þann 21. maí síðasliðin fóru nemendur í 1.-7. bekk í skemmtileg vorferðalög. 1.-4. bekkur fóru að skoða Tröllagarðinn í Fossatúni og svo á Búvélasafnið á Hvanneyri. Voru krakkarnir áhugasamir og skemmtilegir allan tímann. Við viljum nota tækifærið og þakka foreldrafélaginu fyrir að styrkja nemenedur til þess að fara þessa ferð. Og ekki síður viljum við þakka bílstjórunum Jóni Agli og …
Hjóladagur
Hjóladagur Auðarskóla fór fram þann 19. maí og heppnaðist mjög vel. Veðrið var með besta móti og nutu nemendur þess að hjóla saman. Leikskólinn hjólaði á skólalóðinni sinni og einhverjir nemendur fengu einnig að æfa sig í umferðareglum á gangstéttum Búðardals. Slysavarnarfélagið og Lögreglan komu og hittu nemendur áður en lagt af stað á hjólin. Slysavarnafélagið yfirfór alla hjálma og …
Nemendaþing
Nemendaþing fór fram þann 5. og 6. maí, tvær kennslustundir hvorn daginn. Öllum nemendum 6.-10. bekk var skipt upp í 6 hópa, einn starfsmaður með hverjum hópi og hafði hver hópur ákveðið umræðuefni. Til umræðu að þessu sinni voru skólareglurnar, en þær eru þessa stundina í endurskoðun og því mikilvægt að nemendur geti haft áhrif á reglurnar og hvernig þær …
Vinnustaðatónleikar tónlistaskólans
Nokkrir nemendur í tónlistaskólanum fóru á vinnustaði hér í Búðardal og spiluðu og sungu fyrir starfsfólk. Nemendur spiluðu í stjórnsýsluhúsinu, á Silfurtúni og í Mjólkurstöðinni. Vel var tekið á móti nemendum og mikil ánægja með heimsóknirnar. Nemendur stóðu sig mjög vel og voru skólanum til sóma.
Flæði í leikskólanum
Á miðvikudaginn 26. mars var flæði hjá börnunum í leikskólanum. Flæði er þegar að alls konar leikefni er í boði í rýmum leikskólans og börnin mega velja sér rými til að leika í. Flæði tengist leikskólastarfi og grunnþáttum menntunar á skýran hátt því þar er unnið að vellíðan og eflingu sjálfsmyndar barna. Í leikskólum er lagt upp með að börn …
Skuggakosningar- söngvakeppnin
Nemendur í 1.-5. bekk voru í dag með smá forskot á söngvakeppnina. Hlustuðu og sungu öll lögin sem komin eru áfram í lokakvöldið sem fer fram annað kvöld. Að lokum fengu allir eitt atkvæði og máttu kjósa það lag sem þeim hugnaðist best. Hér sköpuðust miklar umræður og tilvalið tækifæri til að ræða um mismunandi skoðanir fólks, við erum ekki …








