Ferðaáætlun
: Áætlað er að rúta fari á mánudagsmorgni kl. 10:30. Koma að Reykjum er áætluð milli 11:30 og 12:00. Það verður venjuleg kennsla á mánudagsmorgni þar til rútan fer. Brottför frá Reykjum á föstudag er áætluð kl. 11:30 eða eftir hádegismat, þannig að nemendur komist með skólabílum heim.
Dagskrá:
Megináhersla verður lögð á ferðir í fjöru, á byggðasafn, fjármálafræðslu, íþróttir og útiveru. Því þurfa nemendur m.a. að hafa með sér hlýjan útifatnað (hlífðarföt), stígvél, íþróttaföt og sundföt. Þá skiptast nemendur á við störf í borðstofu. Rétt er að benda nemendum á að í skólabúðirnar eru þeir komnir til að læra en þó með nokkuð öðru sniði en í venjulegum skóla. Mætingarskylda er í alla dagskrárliði.
Þátttökugjald:
Þátttökugjald á hvern nemenda skólaárið 2011-2012 er kr. 17.500. Auðarskóli greiðir kostnað fyrir nemendur; þ.e. kostnað við rútu og þátttökugjald. Hinsvegar verður þessa viku innheimt sem áður gjald í mötuneyti Auðarskóla og er gjaldið hugsað sem greiðsla fyrir fæði í skólabúðum.