Árshátíð grunnskóladeildar Auðarskóla

admin

Þann 17. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla í Búðardal.  Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00.  Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki allt að tvær klukkustundir.

Kaffiveitingar eru að lokinni skemmtun og eru þær eins og áður í boði foreldra.

Miðaverð verður kr.  700 á mann fyrir 6 ára og eldri.

​​

Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta og skemmta sér með nemendum á þessari stærstu hátíð skólans.