Nú í vikunni stendur Foreldrafélag Auðarskóla fyrir tveimur viðburðum fyrir nemendur skólans.
Miðvikudaginn 21.
nóvember verða Brúðuheimar með sýninguna „Pönnukakan hennar Grýlu“. Sýningin, sem ætluð er 1. – 4. bekk og elstu börnum á leikskóla, er í Dalabúð og hefst kl. 14.00. Sýningunni lýkur fyrir heimakstur nemenda. Foreldrar eru velkomnir á sýninguna.
Fimmtudaginn 22.
nóvember stendur foreldrafélagið fyrir rútuferð í Borgarnes á leiksýninguna “ Litla hryllingsbúðin“. Leikhúsferðin er ætluð nemendum í 5. – 7. bekk og eru foreldrar beðnir að láta Arnar Eysteinsson vita á netfangið
arnare68@gmail.com
eða í síma 893-9528 fyrir 20. nóvember. Frítt fyrir börnin. Sjoppa verður á staðnum og gott að taka pening með fyrir þá sem það vilja.