Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, hefur skapast sú hefð að nemendur 7.bekkjar grunnskóladeildar koma í heimsókn í leikskólann og lesa fyrir börnin. Í þetta sinn var 7.bekkingum skipt upp og tóku þeir að sér að lesa upp úr velvöldum sögum fyrir hvern aldurshóp, einn til tveir f. hvern hóp, alls 6 hópar.
Nemendur komu vel æfðir til leiks og smelltu sér í verkefni eins og ekkert væri. Má segja að upplesturinn sé einskonar upphaf Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður í mars og er ætluð 7.bekk.
Í lokin léku sér svo allir saman: Sumir fóru í dýnó, aðrir að lita og einhverjir í bíló. Heimsóknin var hin ánægjulegasta og þakka nemendur og starfsfólk leikskólans kærlega fyrir hana.