Endurnýjun smíðastofu er gott sem er lokið. Kennsla hófst aftur í smíðastofunni um miðjan október.
Í raun hefur öll aðstaða og öryggi nemenda og kennara nú batnað til muna með breytingunum. Salerni og sérstök aðstaða kennara hefur verið fjarlægð. Komin er aðstaða til málmsmíði og lökkunar. Geymsla á efnivið hefur verið færð. Vélarrými er nú afstúkað til að auka öryggi og bæta loft. Endurnýjun hefur átt sér stað á næstum öllum vélum enda sumar orðnar mjög gamlar og stóðust ekki öryggiskröfur. Þá hefur loftræsting verið bætt til mikilla muna. |