Auðarskóli og Silfurtún eru sammála um að samvera barna og eldri borgara sé eftirsóknarvert, gefandi og þroskandi fyrir báða aðila. Í ljósi þess hafa stofnanirnar ákveðið að taka upp aukið og skipulagt samstarf. Eftirfarandi vörður eru hugsaðar sem grundvöllur samstarfsins:
Leikskóli:
- Álfadeild eldri nemendur) koma mánaðarlega í heimsókn í Silfurtún og syngja fyrir heimilisfólk. Miðað er við að heimsóknir fari fram mánaðarlega annan fimmtudag.
- Einu sinni á ári, samkvæmt skóladagatali er eldri borgurum boðið í eldriborgarakaffi í leikskólanum. Atburðurinn er í mars.
Grunnskóli:
-
Nemendur í 5. – 6. bekk koma þrisvar á ári í heimsókn í Silfurtún og spila félagsvist við heimilisfólkið. Reiknað er með að heimilisfólkið kenni börnum spilamennskuna. Heimsóknir fara fram á milli 14.00 og 15.00.
-
Í tengslum við æfingar í stóru upplestrarkeppninni fara nemendur úr 7. bekk í heimsókn í Silfurtún og lesa fyrir heimilisfólk. Gerist í mars eða april.
-
Í tengslum við árshátíð grunnskóladeildar fara tvær bekkjardeildir með leikatriði á æfingartíma og sýna heimilisfólki í Silfurtúni. Gerist í mars eða april.
-
Heimilisfólki Silfurtúns er boðið sérstaklega á danssýningu nemenda í desember og fá bestu sæti sem í boði eru.
Tónlistarskóli:
-
Þrisvar á hverju skólaári fara samspilshópar í heimsókn í Silfurtún og spila fyrir heimilisfólk.