Gjaldfrjálsar tannlækningar

admin

Landlæknisembættið vill koma eftirfarandi á framfæri:




Vakin er athygli á því að frá 1. janúar 2014 eru tannlækningar gjaldfrjálsar, fyrir utan 2500 kr. árlegt komugjald, fyrir öll þriggja ára börn og börn á aldrinum 10 til og með 17 ára.  Sjá frekari upplýsingar í viðhengi og á heimasíðu HH

http://www.heilsugaeslan.is/um-heilsugaesluna/frettir/frett/2014/01/07/A-barnid-thitt-rett-a-gjaldfrjalsum-tannlaekningum/






Gjaldfrjálsar tannlækningar eru háðar því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands á

http://www.sjukra.is/

Mælt er með skráningu barns í Réttindagáttina við eins árs aldur.