Hundaleiðangur í leikskólanum

admin





Picture

Í vikunni fóru tveir elstu hóparnir á Álfadeild leikskólans í hundaleiðangur.  Leiðangurinn var farinn í tenglsum við hundaþema, sem verið er að vinna að.  Krakkarnir voru svo heppnir að hitta hundinn Millu (sjá mynd) sem leyfði þeim að knúsa sig og kjassa. Síðan lá leiðin með Ægisbrautinni og þar hittu þau siberian husky hundinn; Úlf.  Að lokum var farið í Stekkjarhvamminn þar sem Káta, hundurinn hennar Guggu beið.   Káta var mjög glöð að hitta alla þessa krakka sem vildu leika við hana.  Þetta var vel heppnuð og skemmtileg ferð:)