Nú er mánuður liðinn síðan Karellen var tekið upp í leikskólanum. Karellen er fyrsta kerfið sinnar tegundar í heiminum sem býður upp á heildarlausnir fyrir leikskóla. Það
er skráningar- og samskiptaforrit sem auðveldar öll samskipti og gerir skráningar skilvirkari.
Í gegnum Karellen fá foreldrar aðgang að helstu upplýsingum varðandi barnið sitt; mætingar,
matar- og svefnskráningar
, veikinda – og leyfisskráningar, dagatal, matseðil skólans, myndir og fleira.
Við starfsfólk leikskólans erum sérlega ánægð með Karellen og er reynsla okkar þessa fyrstu daga mjög góð. Þetta verður aðalsamskiptatækið okkar í framtíðinni og hvetjum við alla foreldra til að setja upp appið í símum sínum þar sem það gerir allt svo miklu auðveldar. Alltaf er hægt að fara inn á Karellen á vafrastiku og þá er það vefslóðin my.karellen.is.
Ef foreldrar komast ekki inn á sínum aðgangi í Karellen, vinsamlegast látið okkur þá vita og við björgum málunum.
Takk foreldrar fyrir samvinnuna þessa fyrstu daga.
Með ósk um gott haust.
Kveðja, starfsfólk leikskólans.