Leikskólabörn heimsækja fyrirtæki í Búðardal

admin


​Nemendur á Tröllakletti hafa farið í vettvangsheimsóknir í nokkur fyrirtæki í haust. Við höfum fengið æðislegar móttökur. Nemendunum finnst mjög gaman að fá að sjá á bakvið tjöldin og hvernig starfið fer fram hjá fyrirtækjum hér í Búðardal. Þau munu halda áfram að fara í fyrirtæki og er stefnan sett á Vegagerðina næst.


Fyrirtækin sem við höfum farið í eru: Silfurtún, KM þjónustan, Mjólkurstöðin, Pósthúsið, mötuneytið í Auðarskóla og Björgunarsveitahúsið.



Við þökkum fyrirtækjunum kærlega fyrir flottar og góðar móttökur og hlökkum til að kíkja í hin fyrirtækin.