Leikskólakennara
og
deildarstjóra
vantar við leikskóladeild Auðarskóla. Auðarskóli, sem er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli, er staðsettur í Búðardal. Einkunnarorð skólans eru:
Ábyrgð –Ánægja- Árangur
. Leikskólinn er tveggja deilda og að jafnaði dvelja þar 35 – 40 börn frá 12 mánaða aldri. Húsnæði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður góður. Sjá meiri upplýsingar á www.audarskoli.is
Við leitum að einstaklingi sem er jákvæður, skapandi og vill vera virkur hluti liðsheildar.
Hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun
Góð færni í mannlegum samskiptum
Áhugi og metnaður fyrir faglegu leikskólastarfi
Skipulagshæfni
Frumkvæði
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Allar umsóknir verða teknar til skoðunar og þeim svarað.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 29. mars.
Nánari upplýsingar veitir Þorkell Cýrusson skólastjóri í síma 894-3445. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið
keli@audarskoli.is
.
Dalir er sögufrægt hérað þar sem sögusvið Laxdælu og Eiríkssögu rauða ber hæst. Það má því með sanni segja að fá landssvæði státi af ríkulegri sögu og Dalirnir. Náttúrufegurð og friðsæld Dalana er rómuð og eru ótal möguleikar til útiveru, gönguferða og fuglaskoðunar. Í Búðardal, sem er þjónustumiðstöð Dalanna, eru íbúar um 255 og þar er ostagerð MS staðsett sem er þekkt fyrir ostana sína.
Búðardalur er miðsvæðis á Vesturlandi og stutt til næstu áfangastaða til dæmis eru 153 km til Reykjavíkur og 278 km á Akureyri.